Á Sturlungaslóð


Á 13. öld, sem gjarnan er nefnd Sturlungaöld, ríkti mikill innanlandsófriður sem varð á endanum til þess að landið missti sjálfstæði sitt. Sagan er rituð af samtímamönnum og því einstök heimild. Sturlunga hefur heillað marga og sumir ganga svo langt að segja að fari maður þangað inn, komist maður aldrei aftur út.

Í Kakalaskála í Skagafirði hefur Sturlungusérfræðingurinn Sigurður Hansen, ásamt fleirum, sett upp sögu- og listasýningu frá átakatímum 13. aldar, með kastljós á sögu Þórðar kakala. Einnig er þar að finna eitt stærsta útlistaverk landins, Sviðsetningu Haugsnesbardaga, sem átti sér stað þann 19. apríl 1246. Verkið er sett upp af Sigurði Hansen.

Sigurður er ekki einn um þennan óbilandi áhuga á Sturlungu. Nú hafa sérfræðingarnir Einar Kárason, Óttar Guðmundsson, Sigríður Sigurðardóttir og Sigurður tekið sig saman um að segja Sturlungu og leggja út af henni.

Á námskeiðinu fær sagnamennskan að njóta sín og það gagnast í senn þeim sem hafa einhverja grunnþekkingu á Sturlungu og lengra komnum.

Hin margslungna Sturlunga


Hefur þú einhvern tímann reynt að finna þráðinn í Sturlungu?

Jafnvel tekist það? Eða jafnvel ekki...


Þá er þetta námskeið fyrir þig.


Aðgangur helst í 6 mánuði frá kaupdegi.

Fara má í gegnum efnið, sem er ríflega 7 klukkustunda langt, á eigin hraða.


Sjá kynningarmyndband hér.


Um námskeiðið hefur Baldur Hafstað, fyrrverandi prófessor, þetta að segja:

2024 Á Sturlungaslóð

Ég hef komið í Kakalaskála oftar en einu sinni og farið um Sturlungasafnið þar og gengið síðan með Sigurði Hansen niður á eyrarnar og hlustað angdofa á hann lýsa hinum hrikalega Haugsnessbardaga. Einnig hef ég heyrt þá Óttar Guðmundsson og Einar Kárason tala blaðalaust um stórviðburði og höfuðpaura Sturlungaaldar og séð þá hrífa áheyrendur með sér inn í hringiðu atburðanna.

Nú hef ég tekið þátt í vefnámskeiði Sigurðar og félaga hans og hlustað á hann, Sigríði Sigurðadóttur og fyrrnefnda Óttar og Einar lýsa atburðarás og persónum Sturlungaaldar, allt frá uppvexti Guðmundar góða fram til Flugumýrarbrennu. Þetta er flókin saga og ekki á hvers manns færi að greina þar hismið frá kjarnanum.

Sögumenn skiptast á að rekja tiltekna þætti þessarar flóknu og blóðugu, já, dapurlegu sögu þar sem frændur berast á banaspjót og eitt leiðir af öðru uns helstu fyrirmenn landsins liggja í valnum og þjóðin öll í sárum.

Fjórmenningunum hefur tekist sérstaklega vel að bregða ljósi á þessa furðulegu öld, Sturlungaöldina. Enda þótt ég telji mig sæmilega fróðan um þetta tímabil fannst mér þetta vefnámskeið styrkja mig til muna. Það sem mér fannst mikilvægast var hvað kennararnir voru skýrir í framsetningu og þægilegir í viðmóti. Þetta er beinlínis bráðskemmtilegt vefnámskeið.

Ég óska Sigurði og öllum sem stóðu að þessu framtaki til hamingju.

Einar Kárason


Einar Kárason rithöfundur og sagnamaður hefur lifað og hrærst í Sturlungu í áratugi og skrifað sagnabálkinn Óvinafagnað um efnið.

Óttar Guðmundsson


Óttar Guðmundsson rithöfundur og geðlæknir heillaðist ungur af Sturlungum, enda frændur hans og vinir. Geðgreiningar eru hans svið.

Sigríður Sigurðardóttir


Sigríður Sigurðardóttir sagnfræðingur ólst upp Á Sturlungaslóð í Skagafirði og hefur meðal annars rannsakað þátt Ásbirninga í sögunni.

Námskeiðið

  Um námskeiðið
Available in days
days after you enroll
  Á Sturlungaslóð
Available in days
days after you enroll
  Eftirmæli
Available in days
days after you enroll
  Meira efni - Sturlungar í Skagafirði
Available in days
days after you enroll
  Bækur höfunda námskeiðsins
Available in days
days after you enroll

Námskeiðsverð


Fundir á skjánum


Fyrirhugað er að þátttakendur geti hitt höfunda námskeiðsins á skjánum að minnsta kosti einu sinni á þeim tíma sem námskeiðið þeirra er opið til að ræða það sem þeim er efst í huga.


Mynd: Bryndís Björgvinsdóttir

Bryndís Björgvinsdóttir